07. mars, 2007 - 17:39
Fréttir
Skipverji á togaranum Baldvin Þorsteinssyni varð undir vörubretti nú fyrir skammri stundu þar sem hann var að vinna í lest skipsins við Krossanesbryggju og var hann fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins. Verið var að hífa vörubretti með umbúðum niður í lest skipsins þegar brettið losnaði og féll það úr talsverðri hæð á manninn. Hann kvartaði um meiðsli í baki en virtist hafa eðlilega hreyfigetu og missti ekki meðvitund. Hann var með hjálm og fékk engin meiðsli á höfuð.