Varar við hótelvæðingu
Edward Hákon Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að þótt ferðaþjónustan sé á uppleið hér á landi verði Íslendingar að vanda til verka og vera á varðbergi; það sé ekki sjálfsagt að ferðaþjónustan haldi áfram að vaxa og dafna. Í opnuviðtali í Vikudegi varar Edward við hótelvæðingu á landinu.
Í dag er ferðaþjónusta nánast eingöngu miðuð út frá gistingu. Ef menn hugsa um ferðaþjónustu þá reisa þeir hótel eða gistiheimili. En staðreyndin er sú að fólk ferðast ekki til ákveðinna landa, borga eða bæja vegna þess að þar eru svo flott hótel. Auk þess erum við ekki að mennta marga í hótelstjórnun.
Edward segir einnig að hugmyndin um sérstakan náttúrupassa sé fráleit en ítarlegt viðtal við Edward er í prentútgáfu Vikudags.
-þev