Á vef Akureyrarbæjar er varað við svifryksmengun næstu daga. Þar sem veðurhorfur í dag, þriðjudag og næstu daga eru þannig að götur eru þurrar, hægur vindur og kalt í veðri má búast við að svifryksmengun á Akureyri fari yfir heilsuverndarmörk.
„Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í nágrenni stórra umferðagatna,“ segir á vef Akureyrarbæjar.