Varað við snjókomu

Vegagerðin varar við mögulegri snjókomu á Öxnadalsheiðinni í kvöld og nótt. Spáð er vestan hvassvirði með krappri lægð sem fer hratt austur yfir Suðurland í kvöld og nótt.  Reikna má með hviðum 30-35 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal frá því seint í kvöld og fram á miðja nótt. „Einnig er vakin athygli á því að með kólnandi veðri gæti hæglega komið snjóföl með hálku á Öxnadalsheiði í kvöld og nótt,“ segir á vef Vegagerðarinnar.

Nýjast