Var flutt nær dauða en lífi frá Spáni

Kristrún Inga Hannesdóttir hefur glímt við erfiðan sjúkdóm sem nefnist rauðir úlfar frá unga aldri. Hann er sjálfsofnæmissjúkdómur, gjarnan kallaður lupus sem er latneska heitið á úlfi. Hann getur lagst á allflest líffærakerfi og vefi líkamans. Húð, liðir, nýru, slímhimna og taugakerfið verða oftast fyrir barðinu á rauðum úlfum, en sjúkdómurinn er annars óútreiknanlegur og dregur nafn sitt af því.

Inga fékk slæmt kast á liðnum vetri og kveðst lánsöm að hafa lifað það af. Eiginmaður hennar, Gylfi Gunnarsson, hefur staðið sem klettur við hlið hennar í þessum erfiðu veikindum. Vikudagur ræddi við Ingu um sjúkdóminn en nálgast má viðtalið í prentúgáfu Vikudags.

Nýjast