Vandræðaskáld og Hvanndalsbræður í beinni frá Græna hattinum

Hvanndalsbræður.
Hvanndalsbræður.

Þriðju tónleikarnir í röðinni „Deyjum ekki ráðalaus” verða sýndir á N4 næsta föstudagskvöld, þann 3. apríl en þá koma fram Vandræðaskáldin þau Vilhjálmur Bergmann Bragason og Sesselía Ólafsdóttir. Tónleikarnir hefjast eftir Föstudagsþáttinn eða kl. 21.00.

Laugardagskvöldið 4. apríl er komið að Hvanndalsbræðrum og ætla strákarnir að halda hefðbundna Hvanndalstónleika á Græna hattinum en þeim verður streymt á veraldarvefinn um leið. Exton á Akureyri og Menningarhúsið Hof styðja við verkefnið. Magni Ásgeirsson mun koma fram með Hvanndalsbræðrum.

„Engin forsala er á miðum því það eru engir miðar. Eina sem þú þarft að gera er að skella þér í partígallann og kveikja á tölvunni, og auðvitað tengja góða hátalara,“ segir í tilkynningu. Þó enginn aðganseyri sé á tónleikana er bent á frjáls framlög til Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri. Kt: 640216-0500 og reikn: 0565-26-10321. Streymið hefst kl. 21.00.


Athugasemdir

Nýjast