Valur lagði KA að velli með einu marki gegn engu er liðin mættust í Boganum í gær í A- deild Lengjubikarskeppni karla í knattspyrnu. Eina mark leiksins kom á 75. mínútu og það gerði Hafþór Ægir Vilhjálmsson og tryggði Valsmönnum 1:0 sigur.
KA er því enn á botni riðils 2 með eitt stig, en Valur hefur 11 stig í þriðja sæti.
Í dag mætast svo Þór og Njarðvík í Boganum í dag í riðli 1 og hefst leikurinn kl. 13:00.