Valur of stór biti fyrir KA/Þór í kvöld

Valur vann ellefu marka sigur gegn KA/Þór, 31:20, er liðin áttust við í KA- heimilinu í kvöld í N1- deild kvenna í handbolta. Valsstúlkur voru ávallt skrefinu á undan gegn norðanstúlkum og höfðu níu marka forystu í hálfleik, 19:10. Valur náði mest 13 marka forystu í seinni hálfleik og innbyrti að lokum ellefu marka sigur. Það var ekki síst stórleikur Berglindar Írisar Hansdóttur í marki Vals sem skóp sigurinn fyrir gestina en Berglind varði 27 skot í leiknum.

 

Martha Hermannsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs í leiknum með 9 mörk, þar af 4 úr vítum. Unnur Ómarsdóttir og Arna Valgerður Erlingsdóttir skoruðu 3 mörk hvor, Steinþór Heimisdóttir og og Kolbrún Einarsdóttir 2 mörk hvor og aðrar minna. Selma Sigurðardóttir átti góðan leik í marki heimamanna og varði 19 skot í leiknum.

Hjá Valsstúlkum voru þær Karólína Gunnarsdóttir og Nína K. Björnsdóttir markahæstar með 6 mörk hvor, Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 5 mörk og næst henni kom Hrafnhildur Skúladóttir með 4 mörk. Sem fyrr segir átti Berglind Íris Hansdóttir stórleik í marki Vals með 27 skot varin.

Valur er því áfram taplaust í deildinni og hefur 30 stig á toppi deildarinnar, en KA/Þór hefur sjö stig í 7. sæti.

Nýjast