27. mars, 2007 - 08:07
Fréttir
Á ráðstefnu á Húsavík í gær sem bar yfirskriftina Sjálfbært samfélag - nýting auðlinda - endurheimt landgæða, sagði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra að jarðhitavirkjun, eins og sú sem rætt hefur verið um að myndi sjá álveri við Húsavík fyrir raforku, væri dæmi um atvinnustarfsemi sem hefði ekki áhrif á umhverfið. Hún sagði slíka jarhitavirkjun dæmi um sjálfbæra þróun í atvinnulífinu. Þá sagði Valgerður vel hugsanlegt að álver rísi við Húsavík. Valgerður sagði að stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum næstu áratugina væri að skapa forsendur fyrir öfluga þróun íslensks efnahags- og atvinnulífs innan marka sjálfbærrar þróunar. Hugtakið sjálfbæra þróun sagði Valgerður vera að nýta auðlindir og umhverfi innan þeirra marka að ekki mætti ganga á möguleika komandi kynslóða til að njóta hvors tveggja, auðlindanna og umhverfisins.