Valdís Anna sækist eftir 3.-5. sæti hjá Samfylkingunni

Valdís Anna Jónsdóttir hefur gefið kost á sér í 3.- 5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri sem fer fram dagana 29. - 30. janúar næstkomandi. Valdís Anna hefur verið virkur félagi í Samfylkingunni frá árinu 2005 og hefur þar gegnt mörgum trúnaðarstörfum. Hún var formaður Sölku, félags ungra jafnaðarmanna á Akureyri á árunum 2006 til 2008 auk þess sem hún var varaformaður Ungra Jafnaðarmanna á landsvísu árin 2006 og 2007.  

Þá hefur hún einnig verið varamaður í íþróttaráði og samfélags- og mannréttindaráði Akureyrarbæjar. Helstu baráttumál Valdísar snúa að ungu fólki í því árferði sem í dag er; standa vörð um Háskólann á Akureyri, skapa atvinnutækifæri á Akureyri til að halda því efnilega fólki sem hér er, að sveitarfélagið bjóði upp á þjónustu fyrir barnafólk á viðráðanlegu verði og að kjör þeirra sem minna mega sín verði ekki skert frekar.
Valdís Anna er þjónustufulltrúi við Landsbankann á Akureyri. Hún er í sambúð með Ásgeiri Friðrikssyni smiði og eiga þau soninn Jón Friðrik, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast