Valdimar fagnar afmæli á Græna hattinum

Hljómsveitin Valdimar heldur tvenna tónleika á Græna hattinum um helgina.
Hljómsveitin Valdimar heldur tvenna tónleika á Græna hattinum um helgina.

„Nú í haust hafa Vandræðaskáld verið starfandi í fimm ár og bjóða til barnaafmælis af því tilefni, enda engin betur til þess fallin að halda svoleiðis partý! Í afmælinu verður boðið upp á allt það besta úr fortíð og framtíð Vandræðaskálda, auk þess ætla þau að rýna í skuggahliðar sögu Akureyrar og rifja upp atriði úr Útför – sögu ambáttar og skattsvikara, en það var sýningin sem kom Vandræðaskáldum á kortið fyrir öllum þessum árum,“ segir um skemmtun Vandræðaskálda í kvöld, fimmtudaginn 24. september á Græna hattinum. Skemmtunin hefst kl. 21.00.

Hljómsveitin Valdimar fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir og verða á Græna hattinum um helgina, föstudaginn 25. og laugardaginn 26. september með tónleikum þar sem litið verður yfir farinn veg. Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi síðan í september 2019. Þess má geta að mjög takmarkaður fjöldi kemst að á þessa tónleika og eins metra reglan viðhöfð. Ennfremur eru grímur til staðar fyrir þá sem vilja.

Tónleikarnir hefjast kl. 21.00.


Athugasemdir

Nýjast