Vaðlaheiðargöngum gæti seinkað um tæpt ár

Miklar tafir hafa orðið við gerð Vaðlaheiðarganga.
Miklar tafir hafa orðið við gerð Vaðlaheiðarganga.

Vegna tafa sem hafa orðið við gerð Vaðlaheiðarganga eru líkur á að opnun þeirra seinki um allt að ár. Upprunlega átti að opna göngin formlega í desember árið 2016 en vegna tafa á verkinu af ýmsum ástæðum var áætlað að opna vorið 2017. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir þó litlar líkur á að svo verði.

„Áður en kom að vatnslekanum í Fnjóskadal var reiknað með að opna vorið 2017, sem væri þá 4-6 mánaða seinkun. En miðað við stöðuna í dag þykir mér trúlegt að seinkunin verði mun meiri ,“ segir Valgeir. Spurður hvort seinkunin gæti teygt sig fram á haustið 2017 segir Valgeir svo vera.

Vinna við jarðborun í Vaðlaheiðargöngum er hafin á ný eftir langt stopp vegna vatnsleka Fnjóskadalsmegin. Byrjað var að bora Eyjafjarðarmegin á þriðjudaginn í síðustu viku og lengdust göngin um 19 metra þá viku, en talsverður tími hefur farið í bergþéttingar. Lengd ganganna eru nú 4.189 m eða 58,1% af heildarlengd. Nánar er fjallað um  málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast