Vaðlaheiðargöngin hálfnuð

Starfsmaður verktaka og eftirlits að meta og kortleggja bergið Fnjóskadalsmegin. Mynd/Valgeir Bergma…
Starfsmaður verktaka og eftirlits að meta og kortleggja bergið Fnjóskadalsmegin. Mynd/Valgeir Bergmann.Mynd/Valgeir Bergmann

Gangagröftur í Vaðlaheiðargöngum er nú hálfnaður en verktakinn náði þeim áfanga um liðna helgi. Alls er búið að bora 3.603 metra eða 50% af heildarlengd. Illa hefur gengið að bora Fnjóskadalsmeginn undanfarið sökum vatnsleka og hefur mikil vinna farið í bergþéttingu. Ekki er útilokað að borað verði lengra inn Fnjóskadalsmeginn en áætlað var vegna aðstæðna, en vegna vatnsleka hefur ekkert verið hægt að bora Eyjafjarðarmeginn undanfarna mánuði.

Áætluðum verklokum seinkar vegna tafa sem hafa orðið í gangagröftnum en ný verkáætlun liggur ekki fyrir. Upphaflega áttu göngin að opna formlega í desember 2016, en verða að öllum líkindum ekki opnuð fyrr en vorið 2017.  

-þev

 

Nýjast