Útvarp sem slær með hjörtum fólksins
Axel Axelsson er í óðaönn þessa dagana við að koma upp akureyrskri útvarpsstöð. Enn er óvíst hvenær nýja útvarpsstöðin fer í loftið, hvar höfuðstöðvarnar verða og hver tíðnin verður. Axel segir þó að ekkert sé því til fyrirstöðu að Akureyringar og nærsveitarmenn eignist sína eigin útvarpsstöð innan tíðar. Axel er enginn nýgræðingur þegar kemur að útvarpi og hefur komið víða við á þeim vettvangi.
Vikudagur spjallaði við Axel um væntanlega útvarpsstöð og ýmislegt fleira en nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags.