Útvarp Akureyri í loftið á næstu dögum

Útvarp Akureyri mun fara í loftið á næstu dögum en athafnamaðurinn Axel Axelsson stendur að opnun útvarpsstöðvarinnar. Vikudagur ræddi við Axel síðastliðinn vetur og var þá reiknað með að útvarpsstöðin færi í loftið um vorið. Lítið hefur spurst til útvarpsstöðvarinnar síðan þá og hafa margir hafa velt því fyrir sér hvort Axel hafi hreinlega hætt við. Svo er þó alls ekki.

„Við erum ansi stutt frá því að fara í loftið en þetta tók aðeins lengri tíma en ég bjóst við,“ segir Axel en útvarpsstöðin verður til húsa í gamla Dagshúsinu við Strandgötu 31. Tíðnin verður 98,7 en lengra viðtal við Axel má finna í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast