Útsvar Akureyrarbæjar undir landsmeðaltali
Útsvarstekjur sveitarfélaga í fyrra voru 152,3 milljarðar, hækkuðu um 10,3 milljarða eða um 7,3% á árinu. Athyglisvert er að skoða Akureyri, þar sem tekjurnar hækkuðu um 394 milljónir; fóru úr 6,796 milljónum í 7,190 milljónir. Hækkunin er 5,81%, sem er 1,5% undir landsmeðaltali. Útsvarstekjur er einn helsti tekjustofn sveitarfélaga, en sýna líka vel tekjur fólks, þar sem ákveðin prósenta af launum fer í útsvarið.
Ef útsvarstekjurnar á Akureyri hefðu hækkað um landsmeðaltal, sem var 7,3%, hefðu þær hækkað um 496 milljónir en ekki um 394 milljónir, eins og raunin varð. Munurinn er rétt um 100 milljónir. Nánar er fjallað um málið og rætt við formann bæjarráðs í prentútgáfu Vikudags.
-þev