Útlit fyrir formannsslag á ársþingi ÍBA í kvöld

Þröstur Guðjónsson er sitjandi formaður ÍBA.
Þröstur Guðjónsson er sitjandi formaður ÍBA.

Það stefnir í formannsslag á ársþingi Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) sem fram fer á Hótel KEA í kvöld kl. 18:00 en þetta er 60. ársþing félagsins. Sitjandi formaður félagsins, Þröstur Guðjónsson, gefur áfram kost á sér í embætti formanns og þá er Sigfús Ólafur Helgason, formaður Þórs, að íhuga að bjóða sig fram. Í samtali við Vikudag segir Sigfús að hart hafi verið sótt að honum að gefa kost á sér í embættið. Greinilegt sé að fólk vilji sjá breytingar og hann sé þakklátur þeim mikla stuðningi sem hann hefur fengið, en Sigfús lætur af formennsku hjá Þór á næstu dögum.

Nýjast