Útifundur vegna Gaza á Ráðhústorgi

Hernaði á Gaza verður mótmælt á Ráðhústorgi. Mynd/Hörður Geirsson
Hernaði á Gaza verður mótmælt á Ráðhústorgi. Mynd/Hörður Geirsson

Útifundur Félagsins Ísland-Palestína vegna ástandsins á Gaza verður hjá bandaríska sendiráðinu við Laufásveg í Reykjavík í dag kl. 17:00. Boðað hefur verið til útifundar á Ráðhústorginu á Akureyri samhliða fundinum í Reykjavík og verður sá fundur á sama tíma. Á facebook síðu félagsins segir: „Blóðbaðið á Gaza heldur áfram. Ísraelsstjórn fer sínu fram og beitir hernaðarmætti sínum án tillits til mótmæla umheimsins með skelfilegum afleiðingum."

"Öllum er ljóst að Ísraelsríki getur ekki haldið uppi hernaði sínum gegn Gaza eða hernámi sínu í Palestínu nema með Bandaríkin sem fjárhagslegan og hernaðarlegan bakhjarl. Bandaríkin beittu nýlega neitunarvaldi í Öryggisráði SÞ vegna tillögu um að stöðva blóðbaðið á Gaza. Það er á valdi Bandaríkjastjórnar að stöðva blóðbaðið. Knýja verður Bandaríkjastjórn til að láta af stuðningi við hernaðar- og hernámsstefnu Ísraelsstjórnar."

Kröfur fundarins eru:
- Stöðvið blóðbaðið tafarlaust!
- Afléttið umsátrinu um Gaza strax!
- Alþjóðlega vernd fyrir Palestínumenn!
- Obama, stöðvaðu fjöldamorðin!
- Hættið að vopna Ísraelsher til voðaverka á Gaza!
- Burt með hernámið - frjáls Palestína!

Nýjast