09. október, 2009 - 11:28
Fréttir
"Reyndu aftur" er yfirskrift útgáfutónleika Magnúsar Eiríkssonar tónlistarmanns, sem fram fara í KA-heimilinu á Akureyri á morgun,
laugardaginn 10. október kl. 20.30. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af útgáfu ævisögu Magnúsar Eiríkssonar og útgáfu
safndisks sem hljómsveitin Buff vann með Magnúsi.
Á tónleikunum koma fram Mannakorn, með þeim Magnúsi, Pálma Gunnarssyni og Ellen Kristjánsdóttur í broddi fylkingar og hljómsveitin
Buff. Forsala á tónleikana fer fram í KA-heimilinu og í Eymundsson í Hafnarstræti.