Útgáfutónleikar á Græna hattinum

Huldumenn koma fram á Græna hattinum um helgina.
Huldumenn koma fram á Græna hattinum um helgina.

Unnur Birna og Björn Thoroddsen koma fram á Græna hattinum ásamt hljómsveit í kvöld, föstudaginn 21. febrúar. Í fyrra gáfu þau út lagið Mother Goose eftir Ian Anderson, forsprakka Jethro Tull, en Unnur hefur einmitt reglulega verið að fara erlendis að spila með þeim. Á fyrstu mánuðum ársins 2020 munu þau fara víða um landið og á komandi tónleikum á Græna hattinum verður farið vítt í stílum og stíllbrigðum, segir um tónleikana. Þeim til halds og trausts verða þeir Skúli Gíslason á trommur og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.

Hljómsveitin Huldumenn verða með útgáfutónleika á Græna hattinum laugardagskvöldið 22. febrúar. Birgir Haraldsson söngvari, eða „Biggi Gildra“ eins og sumir kalla hann, kemur ásamt félaga sínum Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara með Hljómsveitina Huldumenn sem er skipuð þeim félögum ásamt „Skonrokkurunum“ Birgi Nielsen trymbli og Ingimundi B. Óskarssyni bassaleikara. Á hljómborð leikur Akureyringurinn og Skriðjökullinn Jóhann Ingvason.

„Það er spennandi að fylgjast með þeim félögum sem hafa fært okkur Gildruna, Gildrumezz, CCReykjavík, CCR bandið, Gullfoss og Skonrokk svo eittvað sé nefnt enda munu vafalaust fljóta með gamlir Gildrusmellir og Creedence Clearwater slagarar,“ segir um tónleikana sem hefast kl. 22.00.

 


Athugasemdir

Nýjast