Út með jólatrén

Jólin eru senn á enda.
Jólin eru senn á enda.

Þrettándinn er í dag og því tímabært að taka niður jólaskrautið og losa sig við jólatréð. Hægt verður að losa sig við trén með því að setja þau við lóðarmörk og þá fjarlægja starfsmenn framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar þau dagana 7.-9. og 12.-14. janúar. Einnig getur fólk losað sig við trén í sérstaka gáma við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund, leikvöll við Bugðusíðu, Bónus í Naustahverfi, Bónus í Langholti og við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð. Tré sem safnast verða kurluð, notuð í stíga og sem yfirlag á trjá- og runnabeð. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Nýjast