28. mars, 2011 - 13:22
Fréttir
Það verður sannkallaður norðanslagur í úrslitaviðeigninni í Útsvari, spurningakeppni Sjónvarpsins næsta föstudagskvöld,
þegar lið Akureyrar og Norðurþings mætast. Samkvæmt heimildum Vikudags er það nú nánast frágengið að
úrslitaviðureignin fari fram í Hofi á Akureyri en ekki í sjónvarpssal í Reykjavík eins og til stóð.
Strax að lokinni keppni í undanúrslitum sl. föstudagskvöld, þar sem lið Akureyrar lagði lið Reykjanesbæjar að velli, var það nefnt
hvort ekki væri ástæða til að færa úrslitakeppnina norður. Þá kom fram að það væri ekki hægt, m.a. af
tæknilegum ástæðum. Það hefur nú breyst og samkvæmt heimildum Vikudags fer viðureignin fram í Hofi.