Úrslitakeppnin í íshokkí hefst í kvöld

Úrslitakeppnin í íshokkí karla hefst í kvöld er Skautafélag Akureyrar og Björninn mætast í Skautahöll Akureyrar kl. 19:00 í fyrsta leik liðanna. Liðin mættust síðast í úrslitum árið 2001 þar sem SA hafði betur en undanfarin ár hafa SA og SR leikið til úrslita. Það lið sem er fyrr að vinna þrjá leiki verður Íslandsmeistari.

Annar leikur liðanna fer einnig fram í Skautahöll Akureyrar á morgun, föstudag, og hefst kl. 17:00. Þriðji leikurinn verður háður í Egilshöll, sunnudaginn næstkomandi kl. 14:00, og verður hann í beinni útsendingu á RÚV.

Komi til fjórða leiksins verður hann einnig spilaður í Egilshöllinni og fari rimman í fimm leiki verður sá síðasti leikinn í Skautahöll Akureyrar og fara þeir leikir fram í næstu viku.

Nánar í Vikudegi í dag.

Nýjast