Annar leikur liðanna fer einnig fram í Skautahöll Akureyrar á morgun, föstudag, og hefst kl. 17:00. Þriðji leikurinn verður háður í Egilshöll, sunnudaginn næstkomandi kl. 14:00, og verður hann í beinni útsendingu á RÚV.
Komi til fjórða leiksins verður hann einnig spilaður í Egilshöllinni og fari rimman í fimm leiki verður sá síðasti leikinn í Skautahöll Akureyrar og fara þeir leikir fram í næstu viku.
Nánar í Vikudegi í dag.