Úrkoma í dag
Í dag verður norðlæg átt á Norðurlandi eystra, 8-13 m/sek og dálítil rigning eða slydda, en snjókoma í innsveitum. Él með kvöldinu. Norðan 5-10 og birtir til á morgun, en smá él við sjóinn. Hiti kringum frostmark, en frost 1 til 6 stig á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðaustan 5-10 m/s, en 10-15 með A-ströndinni. Lítilsháttar él víða um land, en bjartviðri á V-landi. Vaxandi austanátt með slyddu eða rigning S-lands um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig S-til, en frost annars 2 til 7 stig.
Á miðvikudag:
Austanhvassviðri eða -stormur með slyddu eða rigningu, en hægari og snjókoma N-lands. Hlýnandi veður í bili.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Norðaustlægar áttir og él eða snjókoma N- og A-lands, en annars úrkomulítið. Kólnandi veður.
Á sunnudag:
Líklega hægir vindar, úrkomulítið og kalt í veðri.