Úreltir strætóar á götum bæjarins

Strætisvagnar Akureyrar eru of gamlir. Mynd úr safni.
Strætisvagnar Akureyrar eru of gamlir. Mynd úr safni.

Bílafloti Strætisvagna Akureyrar er kominn til ára sinna en meðalaldur bílanna er ellefu ár; sá elsti er sautján ára gamall en sá yngsti sjö ára. Gólfin í tveimur bílum eru ónýt. Stefán Baldursson, forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar, segir bílana of gamla. Mikill viðhaldskostnaður sé á gömlum bílum og það bitni á þjónustu við bæjarbúa.

„Oft þarf að skipta út vagni á miðri leið og það kemur fyrir að ferð fellur niður vegna bilana,“ segir Stefán. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær.

-þev

Nýjast