Þrátt fyrir samdrátt í atvinnulífinu hefur heildarmagn úrgangs sem berst til Flokkunar og Moltu aðeins minnkað um 11% miðað við meðaltal áranna 2004-2007. Sá árangur sem náðst hefur í að draga úr urðun er þvi að mestu leyti að þakka aukinni jarðgerð. Tilkoma jarðgerðarstöðvar Moltu ehf. á Þverá í Eyjafjarðarsveit skiptir hér sköpum. Alls hafa verið jarðgerð 3.000 tonn hjá Moltu árið 2009, en vinnsla á fullum afköstum hófst með sláturtíð í byrjun september sl.