Uppsögnin var reiðarslag

Gestur Einar Jónasson var einn ástsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar um árabil. Hann starfaði á RÚV í 23 ár þar sem hann sinnti m.a. þáttagerð, fréttamennsku og íþróttalýsingum. Þættir hans Hvítir mávar og Með grátt í vöngum nutu mikilla vinsælda og eru fólki enn í fersku minni. Gestur Einar starfaði lengi sem leikari og lék á sviði með Leikfélagi Akureyrar, í útvarpsleikritum og í fjölda kvikmynda. Hann starfar nú á Flugsafni Íslands en sér einnig um vikulegan þátt á N4, sem nefnast Hvítir mávar.

Ítarlegt viðtal er við Gest Einar í prentútgáfu Vikudags þar sem hann ræðir feril sinn i fjölmiðlum og í leiklistinni og hvernig uppsögnin á RÚV reyndist honum erfið.

Nýjast