Akureyrarbær telur að það hafi verið rétt að víkja Snorra Óskarssyni kennara frá störfum en málið var tekið fyrir í bæjarráði í morgun. Innnaríkisráðuneytið úrskurðaði í gær að ákvörðun Akureyrarbæjar að segja Snorra upp árið 2012 hafi verið ólögmæt og sömuleiðis áminning sem hann fékk frá bænum. Snorri, kenndur við Betel, starfaði sem kennari við Brekkuskóla og skrifaði um umdeilda bloggfærslu um samkynhenigð sem leiddi til uppsagnar.
Fordómafull skrif hans um samkynhneigða samrýmast ekki stöðu hans sem kennari barna í skyldunámi, segir í bókun. Bæjarráð hefur falið Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni að kanna næstu skref, en Snorri íhugar nú að leita réttar síns gagnvart bænum.