Uppsagnir yfirvofandi á SAk

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Um þriðjungur hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri íhugar alvarlega að segja upp störfum eftir að ríkisstjórnin setti lög á verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) og félagsmenn í BHM sl. helgi. Þetta segir Anna Lísa Baldursdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri og tengiliður svæðisdeildar Norðurlands við verkfallsstjórn FÍH.

„Ég veit um þrjú dæmi þar sem hjúkrunarfræðingar sem hér starfa eru komnir með starfsleyfi erlendis og að því komnir að segja upp. Allt að 60 hjúkrunarfræðingar sem hér starfa eru auk þess alvarlega að íhuga sína stöðu," segir Anna Lísa.

„Við sem störfum á landsbyggðinni höfum verið ragari við að segja upp þar sem möguleikarnir á að starfa á öðrum vinnustöðum eru ekki eins miklir hér og hjá kollegum okkar fyrir sunnan. En staðan er orðinn þannig núna að fólk er einfaldlega búið að fá nóg." Nánar er rætt við Önnu Lísu og fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast