Unnið við nýtt deiliskipulag ofan byggðar í Hrísey

Akureyrarbær hefur hafið vinnu við gerð deiliskipulags sem nær yfir svæði ofan byggðar og efstu byggðu lóðir í nyrðri hluta þéttbýlis Hríseyjar
Akureyrarbær hefur hafið vinnu við gerð deiliskipulags sem nær yfir svæði ofan byggðar og efstu byggðu lóðir í nyrðri hluta þéttbýlis Hríseyjar.
Innan svæðisins eru núverandi parhúsalóðir við Miðbraut 3-5, 7-9 og 11-13 auk Gamla skólans eða Barnaskólans. Þá er einnig innan skipulagssvæðisins íþróttasvæði og áhaldahús/athafnasvæði norðan Hjallavegar.
Stærð skipulagssvæðisins um 8 ha. Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að skoða möguleika á nýjum íbúðar- og athafnalóðum og þéttingu byggðar á svæðinu, í samræmi við ákvæði sem eiga við um svæðið í gildandi aðalskipulagi. Frestur til að senda inn ábendingar er út 19. mars 2025.