Unnið verði að endurskipulagningu gatna og umferðarmála í Hrísey

Formaður hverfisráðs Hríseyjar hefur sent erindi til skipulagsnefndar Akureyrar, þar sem óskað er eftir því að hafin verði vinna við endurskipulagningu gatna og umferðarmála í Hrísey, með það að markmiði að færa umferð og umhverfi nær vistvænum áherslum með áherslu á öryggi íbúa og gesta þeirra.  

Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar í vikunni og í bókun nefndarinnar er bent á að nú þegar sé hafin vinna við endurskoðun Aðalskipulags Hríseyjar og samhliða þeirri vinnu verði umferðarmál, öryggi íbúa og gesta skoðuð með það í huga að gera þá þætti virkari og öruggari í framtíðinni. Skipulagsstjóra var falið að vinna framkomna þætti í samráði við hverfisráð og hönnuði.

Nýjast