Niðurstöður verði væntanlega klárar fljótlega og þá er fyrirhugaður fundur með ráðgjafanum, sem og í skipulagsnefnd og framkvæmdaráði og jafnvel fleiri aðilum. Um þessar mundir eru tvö ár frá því Miðhúsabraut var tekin í notkun, en í kjölfar þess að umferð var hleypt á brautina var ákveðið að gera athugun á þörf fyrir lagningu Dalsbrautar frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut. Helgi Már segir að framhald málsins ráðist eftir að endanlegar niðurstöður úr umferðartalningu liggi fyrir sem og fundir með þeim sem hafa með málið að gera.