Umsjón með verkinu hefur Steindór Ragnarsson vallarstjóri Golfklúbbs Akureyrar. Gunnar segir að Akureyrarvöllur hafi verið fjarska fallegur en að það hafi verið kominn tími til að ráðast í laga hann þar sem sigið hefur verið mest. "Við vonumst til að þetta takist vel og að völlurinn verði tilbúinn og upp á sitt besta næsta vor."
Gunnar sagði að það myndi svo ráðast í áframhaldandi samningaviðræðum hvað yrði gert frekar í framhaldinu. "Við höfum setið eftir en lofum allt það sem er gert," sagði Gunnar. Hann sagði að einnig þyrfti að fara í smávægilegar lagfæringar á æfingasvæðinu við KA-heimilið. Bæjaryfirvöld samþykktu á dögunum að veita allt 5 milljónum króna í endurbæturnar á Akureyrarvelli og á æfingasvæði KA.