24. júlí, 2007 - 13:49
Fréttir
Sautján ára piltur var handtekinn á Akureyri í fyrrinótt er hann gerði tilraun til innbrots í bænum ásamt tveimur jafnöldrum sínum, dreng og stúlku. Við yfirheyrslur hjá lögreglu kom í ljós að pilturinn hafði verið djarftækur í innbrotum upp á síðkastið en hin tvö sem voru með honum voru að „aðstoða" hann í fyrsta skipti. Drengurinn viðurkenndi innbrot í Litaland, Radionaust, hjá Skógræktinni í Kjarnaskógi og í heimahús, en þar fyrir utan gerði hann tilraun til innbrota á þremur öðrum stöðum. Hann stal tölvum, myndavélum og DVD-diskum svo eitthvað sé nefnt og nam verðmæti þýfisins mörg hundruð þúsundum króna, það er að mestu fundið.