Ungur skákmeistari

Gabríel Freyr Björnsson er efnilegur skákmaður.
Gabríel Freyr Björnsson er efnilegur skákmaður.

Hinn 12 ára gamli Gabríel Freyr Björnsson, nemandi í Brekkuskóla, varð nýlega Skákmeistari Akureyrar í yngri flokkum, auk þess að vera Skólaskákmeistari Akureyrar. Sigur Gabríels var öruggur og vann hann allar skákir sínar en mjög hart var barist um næstu sæti. Umdæmismótið verður háð eftir páska og þá munu Akureyringarnir etja kappi við jafnaldra sína úr nágrannabyggðum og tefla til úrslita um sæti á Íslandsmótinu í skólaskák sem áætlað er að verði fyrstu helgina í maí. 

-Vikudagur, 17. mars

 

Nýjast