Ungur maður var tekinn fyrir vímuefnaakstur um fimm leytið í nótt á Akureyri og er þetta í þriðja skiptið í þessari viku sem ökumaður undir vímuefnum er stöðvaður af lögreglunni á Akureyri.
Síðastliðin mánudag var annar ökumaður stöðvaður vegna vímuefnaaksturs og hann var svo tekinn aftur í gærdag fyrr sömu sakir. Vímuefnaakstur hefur færst mikið í aukana á Akureyri og hafa fleiri verið teknir fyrir vímuefnaakstur á Akureyri en ölvunarakstur það sem af er árinu.