Það er alltaf reytingur í sölu á geisladiskum en þó er samdráttur á milli ára. Hins vegar er langt frá því að tónlist á föstu formi sé að deyja út, segir Birgir Pétursson verslunarstjóri hljómdeildar í Eymundsson á Akureyri.
Vínylplöturnar hafa komið sterkar inn aftur og mikil aukning í sölu, bæði á íslensku og erlendu efni. Nostalgían er komin. Hingað koma ungir krakkar alveg niður í 15 ára að spyrja um vínylplötur. Oft fá krakkarnir gamla plötuspilara frá mömmu og pabba eða finna þá í geymslunni heima og vilja fá nýjustu tónlistina á vínyl. Einnig kemur fyrir að það vanti nál í plötuspilarann og þá bendum við fólki á verslanir sem leysa það vandamál, segir Birgir.
throstur@vikudagur.is
Nánar er rætt við hann í prentútgáfu Vikudags