Unglingur lenti í vinnuslysi hjá Gámaþjónustunni

Nýr pressugámur var tekin í notkun hjá Gámaþjónustu Noðurlands í vor að því er fram kemur á heimasíð…
Nýr pressugámur var tekin í notkun hjá Gámaþjónustu Noðurlands í vor að því er fram kemur á heimasíðu félagsins.

Fimmtán ára starfsmaður Gámaþjónustu Norðurlands varð fyrir vinnuslysi þegar hann lenti í pressugámi sem hann var að vinna við.

Fulltrúar frá Vinnueftirliti komu í eftirlitsheimsókn í Gámaþjónustu Norðurlands á gámasvæði við Réttarhvamm og kom þá í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Börn og unglingar undir 18 ára voru að vinna á gámasvæðinu. 

Var öll vinna barna og unglinga undir 18 ára við pressugáma, við önnur hættuleg tæki og verkefni bönnuð. Einnig var vinna þeirra við hættuleg efni, við að handleika þungar byrgðar og án þess að starfa með fullorðnum starfsmönnum bönnuð, sbr. heimild í 85. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þetta kemur fram á vef Vinnueftirlitsins

Nýjast