Unglingspiltur féll í Núpá í Eyjafirði

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Unglingspiltur féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði í gærkvöld þegar hann var aðstoða bónda við að koma á rafmagni. Hann er enn ófundinn. Krapabylgja hreif piltinn með sér en bóndinn náði að koma sér undan bylgjunni. Frá þessu er greint á vef Rúv.
 

 Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Rúv að tilkynning hafi borist um tíuleytið í gærkvöldi. 

„Það er þarna heimarafstöð og lón og stíflumannvirki sem að þeir voru að vinna við að hreinsa krapa frá inntaki. Þeir stóðu þarna upp á veggnum og öðrum þeirra tókst að forða sér undan bylgjunni og hinum ekki og lenti þarna ofan í ánni sem tók hann með sér. “

Björgunarsveitum og lögreglu var þá gert viðvart. Virkjuð aðgerðarstjórn var vegna ýmissa verkefna í tengslum við óveðrið. Öllum þeim mannskap sem var að störfum var þegar í stað beint á staðinn. Erfitt var fyrir björgunarfólk að komast að því ófært var landleiðina fyrir bíla. Enn sem komið er hefur leit ekki skilað árangri.

Á fjórða tug manna var að störfum í nótt, þar af tíu manna hópur sem sérhæfður í straumvatnsbjörgun, kafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og sérsveit ríkislögreglustjóra. Þá hafa verið gerðar frekari ráðstafanir til að fá meiri mannskap en 20 til 25 mana hópur er lagður af stað á átta bílum frá Blönduósi og Reykjavík. Aðstæður á vettvangi eru afar erfiðar, segir í frétt Rúv.


Athugasemdir

Nýjast