"Nú er sá tími kominn í lífi dóttur minnar að henni býðst starf hjá Akureyrarbæ í unglingavinnunni, þar sem hún verður 14 ára á árinu. Og sem umhyggjusöm móðir kynnti ég mér starfið og í hverju það fælist og hver launin væru.Það er ekki ofsögum sagt að mér hafi hreinlega blöskrað, svei mér þá. Henni býðst að starfa í þrjá tíma á dag á tímabilinu 1.júní -1.ágúst og getur unnið allt að 90 tíma á þessu tímabili.Og launin, já launin eru samkvæmt síðasta ári að minnsta kosti heilar 368 kr á tímann og við bætast heilar 37 kr á tíman í orlof. Samtals 405 krónur. Og samkvæmt mínum útreikningum gera þessir 90 tímar heilar 36.450 kr og samkvæmt heimasíðu Akureyrarbæjar reiknast af þessu 6% skattur sem gera þá 34.263 kr.," skrifar Sædís Inga Ingimarsdóttir.