Ungar og upprennandi handboltastjörnur

Síðastliðinn föstudag var haldið lokahóf yngri flokkanna hjá handknattleiksdeild KA.

Iðkendur í vetur voru um 270 talsins og var góð stemming í hópnum, árangur vel við unandi og það sem er fyrir mestu að flestir virtust skemmta sér vel við æfingar og í keppnisferðum.

Á lokahófinu var farið í leiki,  veitt verðlaun til þeirra sem þjálfarar völdu sem bestu leikmennina og þá sem sýndu mestu framfarirnar, yngstu krakkarnir fengu verðlaunapening fyrir þáttökuna og var endað á risa pizzuveislu frá Greifanum.

 

Nýjast