Undirbýr komu Geirs úr rammgerðu fangelsi

Kristín Sólveig ásamt dóttur sinni Sóley, sem heimsóttu báðar Geir í fangelsið fyrir ári síðan.
Kristín Sólveig ásamt dóttur sinni Sóley, sem heimsóttu báðar Geir í fangelsið fyrir ári síðan.

Kristín S. Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur á Akureyri, vinnur hörðum höndum þessar vikurnar í að undirbúa komu Geirs Gunnarssonar til landsins. Geir, sem er 42 ára, var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás í Bandaríkjunum árið 1998. Hann verður látinn laus þann 14. september næstkomandi og kemur þá til Íslands en hann hefur verið sviptur landvistarleyfi í Bandaríkjunum.

Kristín segist ætla að vera Geir innan handar þegar hann kemur í haust. „Hann er fyrir löngu orðin fjölskylduvinur,“ segir Kristín.

Hún hefur stofnað lokaðan hóp á Facebook sem kallast „Vinir Geirs“ en hann er hugsaður til samskipta fyrir velunnara hans. Þau vinna meðal annars að því að finna hentuga íbúð fyrir hann og safna í búslóð. Fyrir þá sem vilja styrkja Geir með fjárframlögum er bent á styrktarreikning honum til aðstoðar. Kennitalan er 630307-0900 og banki 0515-14-612840.

Nánar er fjallað um málið og rætt við Kristínu í prentútgáfu Vikudags


Nýjast