Snorri Óskarsson, kenndur við Betel hefur lengi verið umdeildur en Snorri er landsþekktur fyrir að fordæma það sem hann telur synd. Þegar hann flutti til Akureyrar risu upp háværar raddir gegn honum. Nýlega vann Snorri mál gegn Akureyrarbæ fyrir Hæstarétti en Snorra var vikið frá störfum sem kennari í Brekkuskóla fyrir fjórum árum fyrir ummæli um samkynhneigð á bloggsíðu sinni. Hann segir fjölskyldu sína hafa orðið fyrir aðkasti vegna málsins.
Vikudagur heimsótti Snorra og spjallaði við hann um dómsniðurstöðuna, orðin sem iðulega verða umdeild og hann sjálfan. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins sem kom út í gær.
-Vikudagur 25. febrúar.