Undarlega lítil mengun mælst á Akureyri

Blámóðu lagði yfir Akureyri um liðna helgi.
Blámóðu lagði yfir Akureyri um liðna helgi.

Mælir sem sýnir SO2 gildi eða brennisteinstvívildi í lofti á Akureyri frá gosstöðvunum sýnir óverulega gasmengun á svæðinu. Gas hefur streymt nánast látlaust upp úr eldgígunum við Vatnajökul undanfarið og hefur gasmengun mælst víða um landið. Á Akureyri hefur fólk fundið fyrir óþægindum vegna gosmengunar og hafði fjöldi manns samband við blaðið á dögunum þegar blámóðu lagði yfir bæinn.

Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun segir hins vegar að gosmengun hafi ekki náð til Akureyrar í verulegum mæli og í raun undarlega lítið miðað við þær lýsingar sem hann hefur heyrt af svæðinu. Rætt er við Þorstein í prentútgáfu Vikudags.

-þev

 

Nýjast