Akureyrarbær vekur athygli á því að nú er verið að taka við umsóknum í Vinnuskólann og er umsóknarfrestur til og með 2. maí. Í Vinnuskólanum starfa 14-16 ára unglingar. 14 og 15 ára unglingar eru í vinnuhópum sem starfa um bæinn á starfsstöðvum í sínum hverfisskóla. Hóparnir hafa aðstöðu í grunnskólum bæjarins fyrir verkfæri. Vinna 16 ára unglinga fer fram hjá stofnunum og félögum Akureyrar og felst að mestu í gróðurumhirðu. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akureyrarbæjar