Umferð eykst á Norðurlandi

Mynd/Þröstur Ernir
Mynd/Þröstur Ernir

Umferðin á hringveginum jókst mikið í maí og júní eða um 6,4 prósent og 6,8 prósent. Þetta er mesta aukning milli júnímánaða síðan mælingar af þessu tagi hófust árið 2005. Umferðin hefur aukist mikið frá áramótum eða um 5,1 prósent og stefnir í fjögurra prósenta aukningu í ár. Umferðin hefur aukist um öll landssvæði en mest um Austurland eða 8,4% en fast þar á eftir er Norðurland með 8,1% aukningu.

Minnst hefur umferðin aukist um og í grennd við höfuðborgarsvæðið eða um 3,8%. Allar líkur eru á að umferðin árið 2014 verði talsvert meiri en á síðasta ári eða í kringum 4%. Frá þessu er greint á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Nýjast