Um fjörutíu missa bótaréttinn

Akureyri
Akureyri

Alls 38 einstaklingar munu missa rétt sinn til atvinnuleysisbóta á Akureyri um næstu áramót að óbreyttu. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár sem ríkisstjórnin kynnti á dögunum er stefnt að því að stytta tímabil atvinnuleysisbóta úr þremur árum í tvö og hálft ár. Um fjárhagslegt högg er að ræða fyrir bæði einstaklingana sem missa bótarréttinn og sveitarfélögin. Hluti af þeim sem eru atvinnulausir eiga rétt á framfærslustyrk hjá viðkomandi sveitarfélagi þegar bótarréttur rennur út en sú aðstoð miðar m.a. við fjölskyldutekjur og fjölskyldustærð.

-þev

Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags

Nýjast