Um 67 milljónir króna í fjárhagsaðstoð í fyrra

Á fundi félagsmálaráðs Akureyrar í gær var lagt fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð á síðasta ári. Heildarúrgjöld Akureyrarbæjar til fjárhagsaðstoðar á árinu 2009 að teknu tilliti til endurgreiddra lána urðu tæpar 67 milljónir króna sem er lækkun um 0,5% á milli ára.  

Þá samþykkti félagsmálaráð að hækka framfærslugrunn sem var kr. 118.251 í kr. 125.540 frá og með 1. febrúar 2010.

Nýjast