Um 380 íbúðir í byggingu á Akureyri um áramót

Um síðustu áramót voru 378 íbúðir í byggingu á Akureyri, í fjölbýlishúsum, raðhúsum, parhúsum og einbýlishúsum. Um er að ræða byggingar sem höfðu ekki verið teknar í notkun og eru þær langflestar í Naustahverfi.  

Alls voru 272 íbúðir á byggingarstigi 2 (framkvæmdir hafnar), 36 íbúðir á byggingarstigi 3 (burðarvirki reist), 52 íbúðir á byggingarstigi 4 (fokhelt) og 18 íbúðir á byggingarstigi 5 (tilbúið undir tréverk). SS Byggir er að reisa fjölbýlishús við Undirhlíð og á myndinni eru starfsmenn fyrirtækisins við vinnu sína þar.

Nýjast