Um 3000 manns á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli eftir hádegi í dag

Um 3000 manns voru á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli eftir hádegið í gær í alveg ágætis veðri. Þar af voru um ríflega 2000 manns á skíðum og fjöldi fólks tók þátt í Páskatrimmi í skíðagöngu. Ekki tókst að opna skíðasvæðið kl. 9 í morgun eins og til stóð vegna veðurs en klukkutíma síðar höfðu flestar lyftur verið gangsettar. Hljómsveitin Molta lék fyrir gesti við skíðahótelið og vakti sú uppákoma verðskuldaða athygli.

Nýjast